Loka á eina stærstu rafmyntakauphöll heims

Bitcoin er ein þekktasta rafmynt í heimi en fjöldinn allur …
Bitcoin er ein þekktasta rafmynt í heimi en fjöldinn allur af rafmyntum hefur skotið upp kollinum á síðustu árum. AFP

Breska fjár­mála­eft­ir­litið (FCA) hef­ur nú gert Bin­ance, einni stærstu raf­mynta­kaup­höll heims, að hætta allri leyf­is­skyldri starf­semi í Bretlandi. Eft­ir­litið úr­sk­urðaði að Bin­ance gæti ekki stundað neina „skipu­lagða starf­semi“ í Bretlandi. Er Bin­ance einnig gert að varðveita öll gögn um viðskipti breskra neyt­enda við fé­lagið og hætta að aug­lýsa þjón­ustu sína á Bret­lands­markaði.

Þá sendi eft­ir­litið frá sér neyt­endaviðvör­un um vefsíðuna Bin­ance.com, þar sem kaup­höll­in er rek­in, og ráðlagði fólki að vera á varðbergi gagn­vart aug­lýs­ing­um sem lofuðu mik­illi ávöxt­un í gegn­um viðskipti með raf­mynt­ir. Bin­ance sagði að til­kynn­ing­in hefði eng­in „bein áhrif“ á þá þjón­ustu sem Bin­ance veit­ir á vefsíðu sinni Bin­ance.com. 

Caym­an-eyj­ar og Lund­ún­ir

Kaup­höll Bin­ance er ekki skráð í Bretlandi. Því mun úr­sk­urður fjár­mála­eft­ir­lits­ins ekki hafa nein áhrif á íbúa í Bretlandi sem nota vefsíðuna til að kaupa og selja raf­mynt­ir.

Bin­ance er í hópi stærstu raf­mynta­kaup­halla heims og er með höfuðstöðvar sín­ar á Caym­an-eyj­um en starf­ræk­ir dótt­ur­fé­lagið Bin­ance Mar­kets Lim­ited á Bret­lands­markaði auk fjölda dótt­ur­fé­laga í öðrum lönd­um. Er áætlað að í síðasta mánuði hafi velta á raf­mynta­markaði Bin­ance verið um 1.500 millj­arðar dala.

Að sögn Fin­ancial Times eru inn­grip FCA ein­hver þau ströngustu sem nokk­urt stjórn­vald hef­ur beitt Bin­ance og þykja aðgerðir stofn­un­ar­inn­ar nýj­asta dæmið um vax­andi hörku stjórn­valda um all­an heim þegar kem­ur að eft­ir­liti með raf­myntaviðskipt­um. Eiga inn­grip­in að lág­marka lík­urn­ar á að raf­mynt­ir séu nýtt­ar við fjár­svik eða pen­ingaþvætti og að vernda bet­ur hags­muni neyt­enda.

Hafa ekki starfs­leyfi í sam­ræmi við regl­ur

Bin­ance og dótt­ur­fé­lög þess hafa ekki fengið starfs­leyfi í sam­ræmi við regl­ur FCA um starf­semi raf­mynta­fyr­ir­tækja. Á fé­lagið að hafa sótt um slíka skrán­ingu í síðasta mánuði en dregið um­sókn sína til baka, að því er FT grein­ir frá.

Í maí varaði fjár­mála­eft­ir­lit Jap­ans við því að Bin­ance væri að selja japönsk­um rík­is­borg­ur­um raf­myntaþjón­ustu í leyf­is­leysi, og í apríl upp­lýsti þýska fjár­mála­eft­ir­litið að fyr­ir­tækið hefði að öll­um lík­ind­um brotið regl­ur um verðbréfaviðskipti með því að gefa út n.k. raf­mynt­ir tengd­ar hluta­bréfa­verði fyr­ir­tækja.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka