1.200 hafa farið í Perluflugið

Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar.
Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. Kristinn Magnússon

Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, segir erlenda ferðamenn farna að sækja náttúrusafnið á ný. Salan til ferðamanna í júní sé 10-20% af sölunni í júní 2019 en áætlað sé að 10-12% erlendra ferðamanna komi við í safninu í Perlunni.

Skrímslið, stærsti hoppukastali í heimi, að sögn Gunnars, var tekinn í notkun við Perluna í fyrrasumar.

Gunnar segir aðspurður að ríflega tíu þúsund manns hafi keypt sér miða í kastalanum í sumar.

Fluglínan liggur frá Perlunni og að endastöð sunnan við hana …
Fluglínan liggur frá Perlunni og að endastöð sunnan við hana í hlíðinni. Kristinn Magnússon

Ekki lakara í rigningu

„Ævintýralandið okkar hefur verið algjört ævintýri,“ segir Gunnar og bætir því við að ekki sé verra að heimsækja ævintýralandið í rigningu. Það þurfi aðeins að hafa með sér aukaföt og handklæði.

Helgina eftir 17. júní var fluglínan svo tekin í notkun við Perluna. Um 500 manns fóru í fluglínuna fyrstu helgina, tæpur helmingurinn í kynningarteiti. Hafa nú alls 1.200 manns farið í flugferð. Línan er samstarfsverkefni Perlunnar og Nova og nam kostnaðurinn 40–50 milljónum.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK