Hefja beint flug milli Chicago og Íslands

Bandaríska flugfélagið United Airlines hóf í dag í fyrsta skipti að fljúga beint milli Keflavíkurflugvallar og Chicago O'Hare-alþjóðaflugvallar.

Aldrei áður hefur bandarískt flugfélag boðið upp á beint flug á milli Keflavíkurflugvallar og O'Hare-vallar. Áætlað er að flogið verði til 4. október, að því er segir í tilkynningu Isavia.

„Það er okkur mikil ánægja að taka á móti fyrsta flugi United Airlines frá Chicago til Íslands,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, í tilkynningu. 

„Sú ákvörðun United Airlines að bæta Chicago við sem nýjum áfangastað er skýrt merki um það hve vinsælt Ísland er og verður áfram þegar heimsfaraldrinum sleppir. Hún er einnig til marks um mikla eftirspurn eftir ferðalögum frá Bandaríkjunum til Íslands. Bandaríkin eru mikilvægur markaður fyrir okkur og United Airlines mikilsmetinn samstarfsaðili okkar,“ segir Guðmundur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK