Kveður Amazon og heldur út í geim

Jeff Bezos, stofnandi Amazon, skilur eftir sig varanlega arfleifð í …
Jeff Bezos, stofnandi Amazon, skilur eftir sig varanlega arfleifð í viðskiptaheiminum. Í dag lét hann formlega af störfum sem forstjóri Amazon og liggur leið hans út í geim, að minnsta kosti um sinn. AFP

Jeff Bezos, stofn­andi Amazon, læt­ur í dag form­lega af störf­um sem for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins. Bezos held­ur á ný mið, meðal ann­ars út í geim. Andy Jassy, sem hef­ur stýr­t vefþjón­ustu Amazon, tek­ur við starfi for­stjóra en Bezos mun gegna stjórn­ar­for­mennsku hjá Amazon. 

Bezos, sem er 57 ára, greindi frá því í fe­brú­ar að hann hygðist stíga til hliðar sem for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins á þessu ári. Ljóst er að hann skil­ur eft­ir sig var­an­lega arf­leifð í viðskipta­heim­in­um. Bezos fór frá því að taka sjálf­ur sam­an pant­an­ir í bíl­skúrn­um sín­um og keyra á næsta póst­hús yfir í að stýra valda­mesta fyr­ir­tæki heims. Og það aðeins á 27 árum. 

Um 50 þúsund millj­arðar í hagnað

Óhætt er að full­yrða að Bezos hætti á toppn­um en Amazon er í dag metið á yfir 1,7 bill­jón­ir (e. trilli­on) doll­ara og var hagnaður net­versl­un­ar­inn­ar og tækn­iris­ans 386 millj­arðar doll­ar­ar á síðasta ári eða sem nem­ur rúm­um 48 þúsund millj­örðum króna. 

„Bezos var frum­kvöðull sem kynnti til sög­unn­ar mörg þæg­indi sem fólk tek­ur sem sjálf­sögðum hlut, líkt og að kaupa eitt­hvað á net­inu og fá það sent heim að dyr­um næsta dag,“ seg­ir Dar­rel West, stjórn­andi hjá Brook­ings-stofn­un­inni, sem ein­blín­ir á nýj­ung­ar í tækni­geir­an­um. Net­verslana­geir­inn á Bezos margt að þakka, seg­ir West. 

Bezos „hafði inn­sæi fyr­ir hinu rétta“ þegar kom að ákv­arðana­töku á markaðnum, hef­ur AFP-frétta­stof­an eft­ir Roger Kay, grein­anda hjá Endpo­int Technologies Associa­tes. Kay fer fögr­um orðum um Bezos og lýs­ir hon­um sem ein­um af bestu viðskipta­mönn­um sinn­ar kyn­slóðar. 

Amazon-veldið gerði Bezos að rík­asta manni í heimi og er hann met­inn á 200 millj­arða doll­ara, jafn­v­irði 25 þúsund millj­arða króna. 

Bezos hefur dreymt um að fara út í geim og …
Bezos hef­ur dreymt um að fara út í geim og mun það að öll­um lík­ind­um ræt­ast síðar í þess­um mánuði þegar hann verður í fyrsta mannaða geim­fari Blue Orig­in. AFP

Set­ur stefn­una út í geim

Bezos hætt­ir nú af­skipt­um af dag­leg­um rekstri Amazon og hyggst ein­beita sér að geim­fyr­ir­tæki sínu, Blue Orig­in, og set­ur hann stefn­una á geim­inn síðar í þess­um mánuði. 

Hver framtíð Amazon verður, verður að koma í ljós en fyr­ir­tækið hef­ur reglu­lega verið gagn­rýnt fyr­ir meðferð á starfs­fólki. Þrátt fyr­ir að upp­fylla skil­yrði um lág­marks­laun og ýmis önn­ur kjör hef­ur ít­rekuð áhersla fyr­ir­tæk­is­ins á af­kasta­getu og eft­ir­lit með starfs­fólki verið harðlega gagn­rýnd. 

Bezos brást við gagn­rýn­inni fyrr á þessu ári með her­ferð und­ir yf­ir­skrift­inni „Besta starfs­fólk jarðar og ör­ugg­asti vinnustaður á jörðinni“. Nú hef­ur Bezos hins veg­ar sagt skilið við dag­leg störf hjá Amazon og ætl­ar að yf­ir­gefa jörðina, að minnsta kosti um sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK