Hluthafafundur vegna kaupa á 16,6% eignarhlut

Fundurinn verður haldinn 23. júlí.
Fundurinn verður haldinn 23. júlí. mbl.is/Sigurður Bogi

Hluthafar Icelandair Group munu koma saman á hluthafafundi á Hilton Nordica 23. júlí vegna fyrirhugaðra kaupa Bain Capital á 5.659 milljónum hluta í félaginu og þar með 16,6% eignarhlut. 

Kaupin eru háð samþykki hluthafafundar og því er blásið til fundarins. Skráning á fundinn fer fram á vefsíðu félagsins og eru hluthafar beðnir um að skrá sig minnst þremur sólarhringum fyrir settan dag. 

„Á fundinum verða teknar fyrir tillögur um aukningu hlutafjár í félaginu auk útgáfu áskriftarréttinda í tengslum við áskriftarsamninginn. Þá verður jafnframt kosið um nýjan stjórnarmann ef tillögur um aukningu hlutafjár og útgáfu áskriftarréttinda ná fram að ganga. Bain Capital hefur tilnefnt Matthew Evans í stjórn og mun hann taka sæti Úlfars Steindórssonar sem mun stíga til hliðar verði fallist á tillögurnar,“ segir í fréttatilkynningu frá Icelandair Group.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK