Bain Capital stærsti hluthafi Icelandair

Bain Capital kaupir hlutinn í Icelandair á 8,1 milljarð króna.
Bain Capital kaupir hlutinn í Icelandair á 8,1 milljarð króna. mbl.is/Árni Sæberg

Bain Capital er orðinn stærsti hluthafi Icelandair með 16,6% hlutafjár. Þetta varð ljóst á hlutahafafundi í félaginu sem haldinn var síðdegis. Þar lagði stjórn Icelandair fyrir hluthafa tillögu um að gefa út tæplega 5,7 milljarða nýrra hluta í félaginu og selja þá til Bain CApital á genginu 1,43. Nemur söluandvirðið því tæpum 8,1 milljarði króna. Til þess að tryggja þessa ráðstöfun þurftu hluthafar félagsins að falla frá forkaupsrétti að nýjum hlutum í félaginu.

Matthew Evans er nýr í stjórn Icelandair Group.
Matthew Evans er nýr í stjórn Icelandair Group. Ljósmynd/Bain Capital

Í aðdraganda hluthafafundarins hafði Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, gefið það út að hann hyggðist hverfa úr stjórn og búa þar með til pláss fyrir nýjan stjórnarmann úr ranni Bain Capital. Inn í stjórnina var kjörinn í stað Úlfars, Matthew Evans, framkvæmdastjóri Bain Capital Credit. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2009 og er með BA. gráðu frá Yale-háskóla.

Guðmundur Hafsteinsson er nýr stjórnarformaður Icelandair. Hann kom inn í …
Guðmundur Hafsteinsson er nýr stjórnarformaður Icelandair. Hann kom inn í stjórn félagsins árið 2020. mbl.is/Árni Sæberg

Stólaskipti

Í kjölfar hluthafafundarins skipti stjórn félagsins með sér verkum. Var Guðmundur Hafsteinsson, kjörinn formaður stjórnar og Nina Jonsson tók við varaformennsku af Svöfu Grönfeldt sem þó situr áfram í stjórninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK