Litla kaffistofan opnuð á ný í ágúst

Litla kaffistofan.
Litla kaffistofan. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Nýir rekstraraðilar hafa tekið við lyklunum að Litlu kaffistofunni á Suðurlandsvegi. Þeir fengu húsnæðið afhent síðastliðinn þriðjudag og segjast strax hafa hafist handa við að breyta og bæta innanhúss.

Í skriflegu svari til mbl.is geta veitingamennirnir ekki nafns síns en segjast vel kunnugir því að reka veitingahús. Þeir segja verkefnið virkilega spennandi en staðsetningin gæti vart verið betri.

Stefna að opnun í upphafi ágústmánaðar

Stefnan er sú að opna staðinn fyrri hluta ágústmánaðar. Litla kaffistofan hefur staðið lokuð síðan 14. júlí síðastliðinn þegar hjónin Svanur Gunnarsson og Katrín Hjalta­dótt­ir skelltu í lás eftir fimm ára rekstur.

Svanur sagðist skilja sáttur við staðinn þegar mbl.is náði tali af honum í júní: „Fimm ár er ágæt­is­tími í þessu og þetta er búið að vera frá­bær tími al­veg hreint. Maður er bú­inn að kynn­ast ofboðslega mörgu flottu fólki. Mörg­um fastak­únn­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK