Deilur ÍAV og 105 Miðborgar fyrir dómstóla

Í málinu er deilt um frágang á annað hundrað íbúða …
Í málinu er deilt um frágang á annað hundrað íbúða á Kirkjusandi. mbl.is/Baldur Arnarson

Fagfjárfestasjóðurinn 105 Miðborg slhf. og ÍAV hafa náð samkomulagi um að afturkalla kyrrsetningarbeiðnir gagnvart hvort öðru og að uppgjöri vegna ágreiningsmála milli aðila, sem áður hefur verið fjallað um á mbl.is, verði lokið með hefðbundnum hætti fyrir dómstólum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögmanni ÍAV. 

Fjallað hefur verið um deilur ÍAV og 105 Miðborgar vegna verkframkvæmda á Kirkjusandi í Reykjavík að undanförnu. Hafa deilurnar m.a. ratað inn á borð Sýslumanns þar sem settar hafa verið fram kröfur um kyrrsetningu. 

Í málinu hefur verið deilt um frágang á annað hundruð íbúða á Kirkjusandi, en ÍAV sá um uppbyggingu þar uns 105 Miðborg rifti samningum við fyrirtækið í febrúar þessa árs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK