Með yfir 500 nýjar íbúðir

ÞG verk mun í haust hefja sölu íbúða í Arkarvogi …
ÞG verk mun í haust hefja sölu íbúða í Arkarvogi í Vogabyggð í Reykjavík. Teikning/ONNO

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks, segir fyrirtækið munu setja á sjötta hundrað íbúðir í sölu á síðari hluta þessa árs og á næsta ári. Hann segir lager fyrirtækisins af nýjum íbúðum að seljast upp, ef frá er talið Hafnartorgið, en þær eru meðal annars í Urriðaholti.

Fyrirtækið hyggst setja á sjötta hundrað nýjar íbúðir á markað fyrir árslok 2022 í Vogabyggð í Reykjavík, í Smárabyggð í Kópavogi, í Urriðaholti í Garðabæ og á Akranesi.

Þá er fyrirtækið með fleiri íbúðir á teikniborðinu sem koma á markað síðar.

Framboðið minna en eftirspurnin

Þorvaldur væntir góðrar spurnar eftir íbúðunum.

„Þetta eru góðar staðsetningar og íbúðirnar eru fjölbreyttar og vandaðar. Svo er framboðið af nýjum íbúðum miklu minna en eftirspurnin. Það eru fáar nýbyggingar á sölu en auðvitað mun það breytast. Til dæmis erum við að fara að setja töluverðan fjölda íbúða á markað,“ segir Þorvaldur.

Meðal annars mun ÞG verk hefja sölu yfir 160 íbúða í Arkarvogi í Vogabyggð í Reykjavík í haust og svo álíka margra íbúða í Sunnusmára, sunnan Smáralindar, um mitt næsta ár.

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum.

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks.
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks. Morgunblaðið/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK