Stórfyrirtæki tekur upp kvikmynd á Íslandi

Hluti af hópnum sem kemur að myndinni.
Hluti af hópnum sem kemur að myndinni.

Sænska ferðavörufyrirtækið Thule, sem selur vörur í 136 löndum á alþjóðavísu, mun taka upp kvikmynd hérlendis í ágúst og september. Myndin verður tekin upp í nánu samstarfi við alþjóðlega talsmenn og áhrifavalda vörumerkisins.

„Þetta er liður í heimskynningarstefnu fyrirtækisins og verður áhersla lögð á sýna íþróttafólkið og áhrifavaldana í sínu rétta umhverfi,“ segir í tilkynningunni. 

„Talsmenn Thule-vörumerkisins um allan heim verða með í kvikmyndinni og mun hver og einn þeirra koma að tökunum á Íslandi.“

Undirbúningur fyrir kvikmyndina hefur staðið yfir í heilt ár í samvinnu við Stillingu sem er umboðs- og söluaðili Thule á Íslandi.

Áætlað er að allt að 80 manns muni koma til landsins meðan á verkefninu stendur. Mikill viðbúnaður verður við framleiðsluna en til stendur að senda 10 tonn af búnaði til landsins ásamt sérbúnum kvikmyndabílum og bíltegundum sem ekki hafa sést á Íslandi áður og verða notaðar við upptökur.

„Tökur munu fara fram um allt land og byrja 30. ágúst. Samskiptastjóri Thule Group-vörumerkisins, Tina Liselius, mun leikstýra og framleiðandi er Erik Pütsep frá Adventure Production.“

Á meðal þeirra sem munu taka þátt í verkefninu eru Garrett McNamara, einn þekktasti brimbrettakappinn í „big wawe“-greininni, Anja Pärson, heimsmeistari og ólympíugullverðlaunahafi í alpagreinum, og Elli Þór Magnússon, brimbrettakappi og ljósmyndari frá Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK