Advania hefur keypt norska upplýsingatæknifyrirtækið Visolit. Velta sameinaðs fyrirtækis verður um 9 milljarðar sænskra króna, jafnvirði 13,4 milljarða króna.
Starfsmenn Visolit eru um 1.200 og starfa á 16 skrifstofum í fjórum löndum. Samanlagður fjöldi starfsmanna sameinaðs félags verður 2.550.
Goldman Sachs verður sem fyrr meirihlutaeigandi að Advania en inn í hlutahafahóp félagsins kemur nú IK IX Fund sem er eigandi Visolit.
Stefnt er að því að ljúka sameiningu fyrirtækjanna fyrir árslok en kaup Advania á Visolit eru háð samþykki eftirlistyfirvalda.