Selja Minka fyrir hálfan milljarð

Örn Ingvi Jónsson segir að félagið sé vel fjármagnað og …
Örn Ingvi Jónsson segir að félagið sé vel fjármagnað og tilbúið að vaxa frekar.

Útlit er fyrir að tekjur fyrirtækisins Mink Campers, sem framleiðir og selur samnefnd sporthýsi, muni fara vel yfir hálfan milljarð króna á þessu ári. Nú þegar hafa selst um eitt hundrað sporthýsi á árinu. Vonir standa til að góð sala verði í haust, en alla jafna seljast um 50% allra sporthýsa á haustin þegar fólk tryggir sér hús fyrir komandi sumar.

Mink Campers er skráð á eistneska fjármögnunar- og markaðstorginu Funderbeam, þar sem viðskipti með félagið fara fram. Hefur gengi þess hækkað þar um tæplega 13% frá því í apríl síðastliðnum og 33% frá því félagið var fyrst skráð á Funderbeam. Gengið er nú 3,5 evrur á hlut. Markaðsvirði Mink Campers á Funderbeam er í dag tæpur milljarður króna.

Örn Ingvi Jónsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að félagið sé vel fjármagnað og tilbúið að vaxa frekar. Á dögunum kom inn langtímalánsfjármagn frá fjárfestingarsjóðnum MF2 hs. sem er í eigu sjóðastýringarfyrirtækisins Ísafold Capital Partners. Síðastliðinn vetur bættist við nokkur fjöldi hluthafa í gegnum fjármögnunarlotu á Funderbeam. Stærsti eigandi Mink Campers er fjárfestingarfélagið Eldhrímnir, fjölskyldufyrirtæki Ingimundar Sveinssonar arkitekts og fjölskyldu, með 23% hlut.

Að sögn Arnar stefnir félagið á 10 milljóna evra veltu á næsta ári og tuttugu milljóna evra veltu árið 2024.

Í september verður Mink Campers í fyrsta skipti með bás á hjólhýsasýningunni Caravan Saloon í Düsseldorf í Þýskalandi sem verða mikil tímamót fyrir sporthýsafyrirtækið.

Örn Ingvi segir að vagnarnir seljist víða í Evrópu en einnig séu farnar að koma inn pantanir frá Suður-Kóreu. Aukin markaðshlutdeild í þeim heimshluta sé afar hagfelld en með því sé hægt að jafna söluna yfir árið vegna mismunandi árstíðaskipta á milli heimsálfanna.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka