Tengist skaðlegum breytingum á tískuheiminum

„Við sjáum alltaf betur og betur hvað það var mikilvægt …
„Við sjáum alltaf betur og betur hvað það var mikilvægt að vera búin að byggja upp traustan heimamarkað,“ segir Bergþóra. Kristinn Magnússon

Stofnun hönnunarfyrirtækisins Farmers Market fyrir 16 árum tengist skaðlegum breytingum sem orðið hafa á tískuheiminum á síðustu tuttugu árum.

Bergþóra Guðnadóttir, annar eigenda fyrirtækisins, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að tískuheimurinn hafi verið að rústa sjálfum sér. Við því hafi hún viljað bregðast.

„Hér áður var þetta allt í föstum skorðum. Tískan var kynnt á tískuvikunni í New York og á öðrum helstu sýningarpöllum og vörusýningum heimsins sex mánuðum áður en hún kom í búðir. Ný hönnun var hernaðarleyndarmál og allir biðu spenntir eftir því hvað hönnuðir hefðu verið að undirbúa fyrir markaðinn. Ef einhver tók upp myndavél á vörusýningu þar sem var verið að kynna það sem átti að koma í verslanir hálfu ári síðar þá var það litið mjög alvarlegum augum," segir Bergþóra.

„Nú er þetta þannig að það er búið að klæða áhrifavalda í fötin áður en þau eru sýnd á tískupöllunum, og dreifa myndum á samfélagsmiðlum. Svo eru vörurnar nánast komnar á útsölu um leið og þær koma í búðirnar. Hraðinn er orðinn svo mikill og skaðlegur. Í gamla daga sendu hönnunarfyrirtæki frá sér kannski tvær vörulínur á ári, en í dag þurfa þau að senda frá sér fjórar til átta línur, með kannski 3-400 vörutegundum í hverri. Auk þess eru allir búnir að sjá allt áður en flíkurnar koma í búðir. Þetta er að eyðileggja bransann. Tískuheimurinn er orðinn eins og skrímsli sem þarf að fóðra í sífellu og verður aldrei mett. Galdurinn í þessu hefur að miklu leyti horfið,“ segir hún.

Lestu ítarlegt viðtal við Bergþóru í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK