Fá um 600 milljóna styrk

Carbfix og Orka náttúrunnar hafa hlotið styrk sem nemur tæpum …
Carbfix og Orka náttúrunnar hafa hlotið styrk sem nemur tæpum 600 milljónum króna frá Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk sem nemur tæpum 600 milljónum króna frá Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins fyrir verkefnið Silfurberg. 

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt verkefni er styrkt af sjóðnum. Markmið verkefnisins er að byggja nýja afkastameiri hreinsistöð við Hellisheiðarvirkjun sem mun fanga nær allt koldíoxíð og brennisteinsvetni úr útblæstri virkjunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum.

„Það er mikil viðurkenning fyrir ungt þekkingarfyrirtæki eins og Carbfix að fá svo veglegan styrk úr nýsköpunarsjóðnum og til merkis um að kolefnisförgun með Carbfix tækninni er í senn hagkvæm og umhverfisvæn loftslagslausn sem getur haft áhrif langt út fyrir landsteinana,“ er haft eftir Eddu Sif Pind Aradóttur, framkvæmdastjóra Carbfix, í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK