Keyptu Kerið á tíu milljónir

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:58
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:58
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Hrein til­vilj­un réð því að fjór­ir vin­ir tóku sig sam­an og keyptu Kerið í Gríms­nesi um síðustu alda­mót. Kaup­verðið var tíu millj­ón­ir en rík­is­sjóður hafði neitað að leysa nátt­úru­vættið til sín fyr­ir mun lægri fjár­hæð.

Óskar Magnús­son, einn fjór­menn­ing­anna sem standa að Ker­fé­lag­inu í Gríms­nesi, lýs­ir því í viðtali í Dag­mál­um hvernig kaup­in á Ker­inu komu til.

Í ýsu hjá mömmu

„Það bar þannig til og var raun­ar bara til­vilj­un að ég heyrði í frétta­tíma í Rík­is­út­varp­inu þegar ég var að borða ýsu í há­deg­inu hjá mömmu minni að það var viðtal við Helgu á Miðengi en Kerið er í landi Miðeng­is [...] ég heyrði hana lýsa því að samn­ingaviðræðum við ríkið, það hefði slitnað upp úr þeim og hún var að lýsa vanþókn­un á því. Þau voru búin að gef­ast upp á því að halda þessu úti fyr­ir eig­in vélarafli og töldu að þetta ætti eðli­leg­ar heima hjá rík­is­vald­inu eins og sak­ir stóðu þá.

Hvað á ég að segja kon­unni minni?

Eft­ir að hafa hlýtt á frétt­irn­ar ákvað Óskar að slá á þráðinn til Helgu og reynd­ist þá grun­ur hans rétt­ur. Ekki var um mikl­ar fjár­hæðir að tefla. Senni­lega hafi Miðeng­is­fólk verið með verðmiða upp á átta millj­ón­ir í huga en að rík­is­valdið hafi ekki viljað teygja sig upp fyr­ir sex. Spurði Óskar hana því næst hvort hún væri reiðubú­in til að selja sér Kerið og tók hún ekki illa í hug­mynd­ina.

Í fram­hald­inu hitti ég fé­laga mína, Sig­urð Gísla og Jón Hag­kaups­menn og Ásgeir Bolla sem kennd­ur er við Sautján. Ég sagði þeim að nú þyrft­um við að kaupa Kerið. Þeir horfðu á mig furðu lostn­ir og spurðu hvaða skýr­ing væri á því af hverju við ætt­um að kaupa Kerið. Ég man að Sig­urður Gísli sagði: „hvað á ég að segja kon­unni minni, ef hún spyr af hverju keypt­ir þú Kerið? Á ég að segja bara, það er vegna þess að Óskar vildi það eig­in­lega?” Og ég sagði hon­um að það væri fram­bæri­leg ástæða.

Óskar rifjar þetta upp í létt­um dúr en seg­ir að und­ir niðri hafi þó blundað sú ástæða að þeir höfðu all­ir, bæði sam­an og hver í sínu lagi komið að nátt­úru­vernd með ein­hverj­um hætti og þetta hafi kallað á hann. Eitt­hvað hafi þurft að gera til þess að koma hlut­um í betra horf á staðnum sem var að drabbast niður.

Verðmiðinn 27,5 millj­ón­ir fært til verðlags dags­ins

Miðeng­is­fólkið aug­lýsti hins veg­ar Kerið til sölu. Tvö til­boð bár­ust. Annað frá fjór­menn­ing­un­um og var því tekið. Hljóðaði það upp á 10 millj­ón­ir króna. Miðað við breyt­ing­ar á vísi­tölu neyslu­verðs, jafn­gild­ir það því að kaup­verðið væri 27,5 millj­ón­ir í dag.

Seg­ir Óskar að eng­um þyki það há fjár­hæð í dag en það hafi þó verið mun hærra verð en rík­is­sjóður var til­bú­inn að greiða. Fært til verðlags dags­ins í dag virðist sem samn­ing­ar milli bænd­anna á Miðengi og rík­is­ins hafi strandað á u.þ.b. 5 millj­ón­um króna. Eig­end­urn­ir vildu sem svar­ar til ríf­lega 20 millj­óna króna en ríkið ekki viljað borga meira en 15 millj­ón­ir.

Þætt­ir Dag­mála eru op­nir öll­um áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má nálg­ast þá á mbl.is.

Hægt er að horfa á viðtalið við Óskar í heild sinni hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Frey­steinn Guðmund­ur Jóns­son: Kerið
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK