Fyrirtæki uppfæri viðbragðsáætlanir

Ferðamenn við Strokk.
Ferðamenn við Strokk. mbl.is/Ómar Óskarsson

Framundan er tímabil sem getur markast af óvissu og truflunum á starfsemi fyrirtækja í tengslum við sóttkví vegna Covid-19 og því mikilvægt að fyrirtæki hugi að og uppfæri viðbragðsáætlanir sínar til að tryggja áfallaþol og órofinn rekstur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Ferðamálstofu og Leiðsögn – stéttarfélagi leiðsögumanna, sem vilja benda á eftirfarandi:

  • Áhersla á sóttvarnir á vinnustöðum og persónulegar sóttvarnir er enn afar mikilvæg svo hemja megi útbreiðslu smita og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Sjá t.d. Hreint og öruggt verkefnið á vef Ferðamalastofu.
  • Rekstraraðilum er bent á að minna starfsfólk á að fara í sýnatöku ef einkenna verður vart og að hvetja starfsfólk til að þiggja bólusetningu, enda veitir hún mjög góða vörn gegn alvarlegum veikindum.
  • Rekstraraðilar þurfa að uppfæra viðbragðsáætlanir sínar með sveigjanleika til lengri tíma í huga til að tryggja órofna starfsemi sem best. M.a. getur þurft að huga að hólfaskiptingu og gera prófanir á viðbragðsáætlunum vegna smita.
  • Mikilvægt er að gæta að skörun milli vakta eins og kostur er. Þannig má minnka hættuna á að fjöldi starfsfólks fari í sóttkví á sama tíma ef upp koma smit.
  • Skynsamlegt er að miða áætlanir við afleiðingar frekar en atburði og að gera prófanir á viðbrögðum.
  • Ekki er hægt að gera ráð fyrir að smitaður einstaklingur geti unnið að heiman í einangrun.
  • Rekstraraðilum er bent á að hafa kennitölur, netfangalista og símanúmer starfsmanna tilbúin vegna smitrakningar og tilgreina tengilið vegna hennar. Sem ein af grunnstoðum samfélagsins er ferðaþjónusta mikilvæg öllum landsmönnum. Ekki aðeins njóta landsmenn þjónustu hennar t.d. yfir sumartímann heldur er ferðaþjónusta undirstaða atvinnulífs víða á landsbyggðinni. Samtal ferðaþjónustunnar við hagaðila á komandi misserum verður við þessar aðstæður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Með samstilltu átaki munum við komast á þann stað að geta lifað, og starfað, með veirunni. Rekstraraðilar í ferðaþjónustu geta sótt nánari upplýsingar og ráðgjöf til Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu, Almannavarna og Embættis landlæknis.
Ferðamenn á gangi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Ferðamenn á gangi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Árni Sæberg

„Sem ein af grunnstoðum samfélagsins er ferðaþjónusta mikilvæg öllum landsmönnum. Ekki aðeins njóta landsmenn þjónustu hennar t.d. yfir sumartímann heldur er ferðaþjónusta undirstaða atvinnulífs víða á landsbyggðinni. Samtal ferðaþjónustunnar við hagaðila á komandi misserum verður við þessar aðstæður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Með samstilltu átaki munum við komast á þann stað að geta lifað, og starfað, með veirunni,“ segir einnig í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK