Vilja flytja mikið magn af vetni

Hópurinn sem tekur þátt í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova.
Hópurinn sem tekur þátt í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova.

Fyrirtæki sem vinnur að þróun lausnar til að flytja vetni í stórum stíl á milli landa og félag sem auðveldar ferðaþjónustufyrirtækjum að bóka hótelherbergi eru á meðal þeirra aðila sem kynna verkefni sín á fjárfestadegi Icelandic Startups í hugmyndahúsinu Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík í dag.

Verkefnin eru hluti af viðskiptahraðlinum Startup SuperNova. Viðburðurinn markar formleg endalok hraðalsins á þessu ári, en þetta er annað árið í röð sem Icelandic Startups keyrir viðskiptahraðalinn í samstarfi við Grósku og símafyrirtækið Nova.

Stærðarhagkvæmni í vetni

Auður Nanna Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri vetnisfyrirtækisins Iðunnar H2, segir að félagið stefni að framleiðslu vetnis í miklu magni með útflutning í huga. Útflutningur er að sögn Auðar nauðsynlegur til að ná verði vörunnar niður. „Það er mikil stærðarhagkvæmni í vetnisvinnslu. Við teljum að forsenda fyrir vetnisvæðingu á Íslandi sé að ná verðinu niður og því þurfum við að fá a.m.k. einn stóran viðskiptavin og hann er ekki að finna á Íslandi. Hér á Íslandi erum við á besta stað í heimi til að vinna grænt vetni til að berjast gegn loftslagsbreytingum í heiminum,“ segir Auður.

Í samkeppni við Booking.com

Sverrir Steinn Sverrisson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Godo, hugbúnaðarhússins sem þróar bókunarkerfið Travia, segir að lausnin sem fyrirtækið kynnir í dag færi bókanir ferðaskrifstofa á hótelum inn í 21. öldina. „Þetta er nútímamarkaðstorg fyrir ferðaskrifstofur og gististaði. Ferðaskrifstofur geta bókað beint inn á gististaði í rauntíma, á raunframboði og á bestu mögulegu verðunum. 

Travia er nú þegar orðið fimmta mest notaða bókunarsíða á Íslandi að sögn Sverris, en margir þekkja til dæmis Booking.com sem er einn af samkeppnisaðilum Travia.

Smíði kerfisins hófst árið 2019 en skömmu síðar skall veirufaraldurinn á og tafði verkið. „Það komst ekki mikil reynsla á kerfið í fyrstu, en í ár hefur notkunin aukist gríðarlega hratt. 95% af ferðaskrifstofum á Íslandi nota kerfið og um 12% allra bókana sem gerðar hafa verið á Íslandi í ár eru gerðar í gegnum Travia.“

Lestu meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK