Heimir Fannar nýr framkvæmdastjóri hjá Advania

Heimir Fannar Gunnlaugsson.
Heimir Fannar Gunnlaugsson. Ljósmynd/Aðsend

Heimir Fannar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóra viðskiptalausna hjá Advania. Hann tekur við starfinu af Einari Þórarinssyni sem mun sinna öðrum störfum innan fyrirtækisins.

Heimir stýrði skrifstofu Microsoft á Íslandi um sex ára skeið en hefur undanfarin tvö ár aðstoðað alþjóðleg fyrirtæki við að nýta viðskiptalausnir Microsoft. 

„Það er mikill styrkur að fá Heimi í lið með okkur. Hann býr yfir tengslaneti, þekkingu og reynslu sem styrkir þjónustu okkar. Tæknin virðir engin landamæri og þess vegna held ég að reynsla Heimis af Microsoft gagnist okkar viðskiptavinum gríðarlega mikið. Einari Þórarinssyni þökkum við frábært starf. Hann hefur, ásamt teymi viðskiptalausna, lyft grettistaki í að skýjavæða lausnir okkar og efla þjónustuna,“ er haft eftir Ægi Má Þórissyni, forstjóra Advania, í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK