Icelandair bætir við áfangastað

Tenerife og Orlando eru vinsælir áfangastaðir yfir jól og páska.
Tenerife og Orlando eru vinsælir áfangastaðir yfir jól og páska.

Icelandair mun hefja áætlunarflug til Salzburg eftir áramót til þess að anna eftirspurn í skíðaferðir. Auk þess verður áætlunarflugferðum til Orlando og Tenerife fjölgað í vetur. 

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þetta sé gert til þess að anna auknum vinsældum áfangastaðanna yfir jól og páska. Flugin til Salzburg verða á hverjum laugardegi frá 15. janúar og til 5. mars. 

Fundið fyrir áhuga á vetrarferðum

„Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á vetrarferðum, hvort sem er í sólina eða skíðasvæðin. Því tókum við þá ákvörðun að auka tíðni bæði til Orlando og Tenerife og bæta Salzburg við í vetraráætlun. Nú stendur yfir vinna við að stilla vetraráætlun af og líklegt er að við munum sömuleiðis fækka flugferðum á einhverja áfangastaði,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningunni.

„Eins og við höfum áður lagt áherslu á er sveigjanleikinn mikill í leiðakerfinu okkar og við munum nýta hann til þess að stilla framboðið næstu mánuðina í takt við eftirspurn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK