Úr höndum Íslendinga

mbl.is/Hari

Mikil samþjöppun á sviði greiðslumiðlunar og sala Íslandsbanka og Arion banka á grunninnviðafyrirtækjum til útlendinga felur í sér ógn að mati embættismanna innan stjórnkerfisins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Áhyggjur af stöðunni hafa verið viðraðar innan Seðlabanka Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og forsætisráðuneytisins vegna stöðunnar og hafa þær aukist til muna í kjölfar þess að Arion banki tilkynnti um sölu Valitors til ísraelska fjártæknifyrirtækisins Rapyd. Leggjast þær áhyggjur ofan á þær sem fyrir voru í kjölfar þess að Borgun, sem nú nefnist Salt Pay, var seld til samnefnds félags, sem er í brasilískri eigu. Morgunblaðið hefur átt samtöl við marga sérfræðinga, utan stjórnkerfisins og innan sem segja stöðuna mjög alvarlega. Enginn er þó reiðubúinn til þess að koma fram undir nafni og í mörgum samtalanna er ítrekað að staðan sé viðkvæm, enda hafi fyrirtækin fyrrnefndu í raun hreðjatak á færsluhirðingarmarkaðnum.

Þjóðaröryggisráð hefur verið upplýst um stöðuna um alllangt skeið en ekki hefur verið brugðist við á vettvangi þess þrátt fyrir stöðuna, eftir því sem Morgunblaðið kemst næst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK