Úr höndum Íslendinga

mbl.is/Hari

Mik­il samþjöpp­un á sviði greiðslumiðlun­ar og sala Íslands­banka og Ari­on banka á grunn­innviðafyr­ir­tækj­um til út­lend­inga fel­ur í sér ógn að mati emb­ætt­is­manna inn­an stjórn­kerf­is­ins, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Áhyggj­ur af stöðunni hafa verið viðraðar inn­an Seðlabanka Íslands, fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins og for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins vegna stöðunn­ar og hafa þær auk­ist til muna í kjöl­far þess að Ari­on banki til­kynnti um sölu Valitors til ísra­elska fjár­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Rapyd. Leggj­ast þær áhyggj­ur ofan á þær sem fyr­ir voru í kjöl­far þess að Borg­un, sem nú nefn­ist Salt Pay, var seld til sam­nefnds fé­lags, sem er í bras­il­ískri eigu. Morg­un­blaðið hef­ur átt sam­töl við marga sér­fræðinga, utan stjórn­kerf­is­ins og inn­an sem segja stöðuna mjög al­var­lega. Eng­inn er þó reiðubú­inn til þess að koma fram und­ir nafni og í mörg­um sam­tal­anna er ít­rekað að staðan sé viðkvæm, enda hafi fyr­ir­tæk­in fyrr­nefndu í raun hreðja­tak á færslu­hirðing­ar­markaðnum.

Þjóðarör­ygg­is­ráð hef­ur verið upp­lýst um stöðuna um all­langt skeið en ekki hef­ur verið brugðist við á vett­vangi þess þrátt fyr­ir stöðuna, eft­ir því sem Morg­un­blaðið kemst næst.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK