Þjóðaröryggisráð fundar um kortafyrirtæki

Þjóðaröryggisráð hefur fundað vegna erlends eignarhalds greiðslukortafyrirtækja.
Þjóðaröryggisráð hefur fundað vegna erlends eignarhalds greiðslukortafyrirtækja. AFP

„Ég get staðfest að þjóðarör­ygg­is­ráði barst bréf frá Seðlabanka Íslands haustið 2019 þar sem viðraðar voru áhyggj­ur af eign­ar­haldi og yf­ir­ráðum á þeim greiðslumiðlun­ar­kerf­um sem not­ast er við hér á landi,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, sem sit­ur í for­sæti þjóðarör­ygg­is­ráðs.

Hún seg­ir að ráðið hafi tekið ábend­ing­una al­var­lega og upp­lýst fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið í kjöl­farið og haldið sam­tali við Seðlabank­ann áfram. Þannig hafi þjóðarör­ygg­is­ráð fundað fjór­um sinn­um um stöðuna og til hvaða aðgerða sé rétt að grípa til þess að stemma stigu við þeirri ógn sem þessi staða geti leitt af sér.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​Unn­ur Kar­en

Verk­efnið hjá Seðlabank­an­um

„Verk­efnið er hjá Seðlabank­an­um og sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem ég hef miðar vel áfram,“ seg­ir Katrín.

Gunn­ar Jak­obs­son er vara­seðlabanka­stjóri fjár­mála­stöðug­leika og hef­ur haft mál­efni greiðslumiðlun­ar­kerfa fjár­mála­kerf­is­ins á sinni könnu frá því hann tók við embætti í byrj­un árs 2020.

„Það er mjög mik­il­vægt að gera grein­ar­mun á grunn­innviðum milli­banka­kerf­is­ins sem trygg­ir all­ar milli­færsl­ur af inn­láns­reikn­ing­um milli lána­stofn­ana og svo greiðslu­kor­ta­kerf­anna sem miðla fjár­magni frá kaup­end­um til selj­enda að vöru og þjón­ustu, hvort tveggja er grunn­ur að greiðslumiðlun á Íslandi,“ seg­ir Gunn­ar til út­skýr­ing­ar á þeim áhyggj­um sem bank­inn hef­ur og lúta að síðar­nefndu kerf­un­um.

Á sjálf­ur milli­banka­kerf­in

Milli­banka­kerf­in í eigu Seðlabanka Íslands hafa ný­lega verið upp­færð og er rekst­ur og upp­gjör þeirra í hönd­um bank­ans.

„Upp­gjör á greiðslu­kortaviðskipt­un­um fer fram í gegn­um Visa og Mastercard sem eru al­farið í er­lendri eigu. Ef þessi fyr­ir­tæki gætu ekki eða tækju ákvörðun um að eiga ekki viðskipti við Ísland myndi það valda tíma­bundn­um erfiðleik­um inn­an­lands. Það væri eft­ir sem áður ekk­ert mál að greiða reikn­inga og milli­færa fjár­muni í heima­bönk­um, svo dæmi sé tekið, en fólk gæti þurft að leggja inn á banka­reikn­inga þeirra versl­ana sem það ætti í viðskipt­um við í þessu ástandi eða nota seðla,“ seg­ir Gunn­ar. Gunn­ar ít­rek­ar að ekki sé kom­in upp nein krísa vegna þess­ar­ar þró­un­ar en eins og greint hef­ur verið frá í Morg­un­blaðinu voru innviðir de­bet­korta-kerf­is­ins í inn­lendri eigu árið 2008 þegar til ágrein­ings kom milli Seðlabank­ans og er­lendu kort­ar­is­anna. Samn­ings­staða Íslend­inga í þeim hild­ar­leik hefði verið allt önn­ur og lak­ari hefðu de­bet­kortainnviðirn­ir ekki verið und­ir inn­lendu for­ræði.

Gunn­ar seg­ir að Seðlabank­inn vinni nú að upp­bygg­ingu inn­lendr­ar og óháðrar smá­greiðslu­lausn­ar sem hægt verði að tengja við milli­banka­kerf­in eða halda úti til hliðar við þau kerfi sem greiðslumiðlun inn­an­lands bygg­ir á í dag.

Kerf­is­lega mik­il­væg­ir með

„Þetta er verk­efni sem við höf­um unnið í sam­starfi við Reikni­stofu bank­anna og þegar verk­efnið verður komið lengra mun­um við einnig vinna þetta með kerf­is­lega mik­il­væg­um bönk­um hér inn­an­lands.“

Aðspurður seg­ir Gunn­ar að nokkuð sé í að lausn­in verði til­bú­in. Nú sé verið að greina hvaða leið sé hent­ug­ast að fara.

„Þetta hef­ur taf­ist nokkuð vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins en við ger­um ráð fyr­ir að ákvörðun um hvaða leið verður far­in liggi fyr­ir í kring­um ára­mót­in. Þá verða næstu skref stig­in,“ seg­ir Gunn­ar.

Spurður út í hvort finna þurfi upp hjólið í þess­um efn­um bend­ir Gunn­ar á að ým­is­legt í nú­ver­andi kerf­um gangi nærri því að geta upp­fyllt þær kröf­ur sem gerðar eru til kerf­is af þessu tagi. Milli­banka­kerfið og heima­bank­arn­ir séu þar lyk­il­atriði en vand­inn sé að tengja „síðasta metr­ann“ inn til söluaðil­anna. Nú­ver­andi posa­kerfi bjóði ekki upp á slíka teng­ingu. Svipaðar lausn­ir séu til staðar af en­hverju tagi eða í þróun á öðrum Norður­lönd­um en áskor­an­irn­ar séu svipaðar á flest­um mörkuðum.

Kostnaður­inn dreif­ist á marga

Aðspurður seg­ir Gunn­ar að Seðlabank­inn hafi borið kostnaðinn af vinn­unni við upp­bygg­ingu nýs óháðs kerf­is og að það sé eðli­legt þar sem málið sé tengt þjóðarör­yggi. Kostnaður­inn sé hins veg­ar óveru­leg­ur í sam­hengi hlut­anna.

„Þegar inn­leiðing­in hefst má hins veg­ar gera ráð fyr­ir mun meiri kostnaði og hann mun þá falla eft­ir at­vik­um á Reikni­stofu bank­anna og bank­ana sjálfa og á end­an­um viðskipta­vini þeirra“. Það er hins veg­ar ekki nei­kvætt í sjálfu sér enda munu al­menn­ing­ur og fyr­ir­tæki, not­end­ur kerf­is­ins, njóta góðs af því í fram­hald­inu af lægri kostnaði og auknu ör­yggi og hagræði í greiðslumiðlun.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK