La Primavera opnar í Hörpu

Leifur Kolbeinsson hefur tekið ákvörðun um að opna veitingahús í …
Leifur Kolbeinsson hefur tekið ákvörðun um að opna veitingahús í Hörpu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég segi það alltaf að La Primavera sé 25 ára þótt á ýmsu hafi gengið frá því að við opnuðum í Austurstrætinu árið 1996,“ segir Leifur Kolbeinsson veitingamaður þegar við setjumst niður á fjórðu hæð Hörpu en þar standa nú yfir viðamiklar breytingar á hinu magnaða rými sem hýst hefur veitingastaðinn Kolabrautina frá árinu 2011, þ.e. frá því að nýja tónlistar- og ráðstefnuhöllin opnaði dyr sínar fyrir gestum í fyrsta sinn.

Leifur hefur ásamt sínu fólki tekið ákvörðun um að nú verði settur punktur aftan við sögu Kolabrautarinnar og að þess í stað færi La Primavera út kvíarnar en þann stað endurvakti hann eftir nokkurra ára hlé í Marshall-húsinu á Granda.

„Þar byrjuðum við með veitingastað sem var kenndur við húsið sjálft. Svo ákváðum við að standa fyrir þriggja mánaða pop-up-veitingastað SOE sem Viktoría Elíasdóttir rekur í Berlín (staðurinn er kenndur við listastúdíó bróður hennar, Ólafs Elíassonar). „Það gekk svo ljómandi vel að ég ákvað að efna til þriggja mánaða pop-up-viðburðar með La Primavera og þannig hefur það haldið áfram frá 2018,“ segir Leifur og brosir í kampinn.

Viðtalið við Leif má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK