Play sækir inn á Bandaríkjamarkað

Birgir Jónsson er forstjóri Play.
Birgir Jónsson er forstjóri Play. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélagið Play hefur lagt inn umsókn til bandarískra flugmálayfirvalda um heimild til farþegaflutninga til og frá landinu. Stefnt er að því að hefja flugið næsta sumar.

Frá þessu er greint í frétt á vefnum airinsight.com.

Þar segir að umsóknin hafi verið lögð fram 20. ágúst og hún geri ráð fyrir að flug hefjist sumarið 2022 til Bandaríkjanna. Er þar um svokallaða opna heimild að ræða, þ.e. ekki er sérstaklega tilgreint á hvaða áfangastaði Play hyggst beina vélum sínum.

Í maímánuði sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play, í viðtali í Dagmálum að hann gerði ráð fyrir að floti félagsins myndi samanstanda af sex til sjö þotum um komandi áramót, eða í þann mund sem flug til Bandaríkjanna hæfist.

Af umsókninni að dæma hefur félagið því ákveðið að ýta áætlunum um flug til Bandaríkjanna inn á mitt árið 2022. Flugið þangað er grundvallaratriði í að koma á laggirnar viðskiptamódeli félagsins sem miðar að því að ferja farþega milli Evrópu og Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi.

Í dag er Play með þrjár þotur á leigu og eru þær allar af gerðinni Airbus A321neo og taka þær tæplega 200 farþega í sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK