Birkir fjárfestir í Skógarböðunum

Birkir Bjarnason á félagið Bjarnason Holding sem fer með 13% …
Birkir Bjarnason á félagið Bjarnason Holding sem fer með 13% hlut í Skógarböðunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum að koma úr þriggja vikna stoppi vegna sumarleyfa og framkvæmdir hófust af fullum krafti aftur í gær,“ segir Sigríður María Hammer, en hún hefur ásamt eiginmanni sínum, Finni Aðalbjörnssyni, haft forystu um uppbyggingu nýs baðstaðar sem áætlað er að verði opnaður þann 11. febrúar næstkomandi við rætur Vaðlaheiðar.

„Þetta hefur allt gengið eftir áætlun en það er erfitt að ná í efni vegna kórónuveirunnar. T.d. gluggar og hurðir og allur viður, þetta eru hlutir sem tekur helmingi lengri tíma að útvega en áður,“ segir Sigríður.

Skógarböðin rísa nú en þau verða m.a. til úr forsteyptum …
Skógarböðin rísa nú en þau verða m.a. til úr forsteyptum einingum frá fyrirtækinu MVA á Egilsstöðum. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson.

Fyrirtækið Skógarböð ehf. stendur að framkvæmdinni og mun fyrirtæki þeirra hjóna, N10b ehf. fara með 51% hlut í fyrirtækinu.

„Norðurorka mun leggja leiðslu sem veita mun heitu vatni úr Vaðlaheiðargöngum í böðin og mun halda á 5% hlut í fyrirtækinu,“ segir Sigríður og bendir á að nú sé unnið að samkomulagi um flutning vatnsins. Þar þurfi m.a. sveitarfélögin, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðshreppur, landeigendur og Vegagerðin að koma að málum.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK