Skrifstofan blásið út

Nýr spítali rís upp úr gríðarstórri holunni við Hringbraut.
Nýr spítali rís upp úr gríðarstórri holunni við Hringbraut. mbl.is/Kristinn Magnússon

Starfsfólki Landspítalans hefur fjölgað um tæpan fjórðung á áratug og starfa nú 6.390 manns á vettvangi hans. Stöðugildin eru mun færri eða 4.378 og skýrist mismunurinn á því að tæp 60% starfsfólks eru í hlutastarfi á spítalanum. Hefur það hlutfall farið hækkandi nær óslitið frá árinu 2010.

Framlög ríkissjóðs til Landspítalans hafa aukist mjög að raunvirði frá árinu 2010 eða um 26,8%. Var framlagið 75,5 milljarðar króna í fyrra. Hefur það vaxið í hlutfalli við útgjöld ríkissjóðs og nemur framlagið um 9% af heildarútgjöldum ríkisins. Hlutdeild Landspítalans í útgjöldum ríkissjóðs til heilbrigðismála hefur haldist nær óbreytt frá árinu 2010 og stendur í u.þ.b. 30%.

Hver höndin upp á móti annarri

Mjög skiptar skoðanir eru innan spítalans um það hvernig til hefur tekist við rekstur hans og má líkja stöðunni milli yfirstjórnar og yfirlækna við kalt stríð. Hafa læknarnir oftar en einu sinni leitað ásjár Umboðsmanns Alþingis sem kveðið hefur upp það álit sitt að skipurit og sú ábyrgð sem lögð er á sístækkandi lag millistjórnenda við spítalann standist vart lög um heilbrigðismál. Fagleg ábyrgð hljóti á endanum að vera á höndum yfirlækna.

Margir viðmælendur Morgunblaðsins segja skrifræðið hafa blásið út á síðustu árum innan spítalans og að það sogi til sín mikilvæga starfskrafta sem betur myndu nýtast í beinni þjónustu við sjúklinga. Skrifstofa spítalans hefur tvöfaldast á áratug og kostaði 4,2 milljarða króna í fyrra.

Uppfært

Landspítalinn hefur sent frá sér eftirfarandi athugasemd sem var birt á vef spítalans. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK