Samkeppniseftirlitinu barst samrunatilkynning vegna fyrirhugaðra kaupa Rapyd á Valitor af Arion banka þann 19. ágúst, 50 dögum eftir að tilkynnt var um kaupin sem sögð eru nema 12 milljörðum króna.
Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við ViðskiptaMoggann: „Eftirlitið er nú að meta hvort tilkynningin hafi að geyma fullnægjandi upplýsingar um samrunann. Reynist svo vera byrja lögbundnir tímafrestir að líða frá og með móttöku tilkynningarinnar. Strax í framhaldinu mun Samkeppniseftirlitið hefja viðeigandi öflun gagna og sjónarmiða.“
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.