Vildu bregðast tímanlega við og hægja á kerfinu

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á blaðamannafundinum í dag.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að stýrvaxtahækkun, sem kynnt var í dag, sé mestmegnis ætlað að kæla og hægja á hagkerfinu vegna óvissu um framvindu kórónuveirufaraldursins. 

Hann segir, þrátt fyrir hækkunina, að stýrivextir hér á landi séu lágir, raunar í sögulegu lágmarki. Þeir standa nú í 1,25% og hækkuðu um 0,25% í morgun. 

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur seðlabankans, fer yfir stöðuna.
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur seðlabankans, fer yfir stöðuna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Horfur betri en spáð var en óvissa enn mikil

Á blaðamannafundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, sem fram fór í morgun, sagði Ásgeir að mörg önnur lönd væru farin að hækka stýrivexti og því sé ekki óeðlilegt að svo sé gert hér á landi. Þó hafi nágrannaþjóðir okkar ekki brugðið á það ráð, enda hugmyndin hér að „bregðast tímanlega við“ þeirri óvissu sem Delta-afbrigði veirunnar veldur. 

Hann sagði einnig að atvinnuleysi hefði minnkað hraðar en spár gerðu ráð fyrir þótt atvinnuleysi sé enn hátt. Enn fremur sagði Ásgeir að ferðaþjónusta á Íslandi hefði tekið hraðar við sér en gert var ráð fyrir og sé það ánægjuefni. 

Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri.
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagvaxtaspár hækka milli ársfjórðunga

Í tilefni af ákvörðun peningastefnunefndar var að venju gefið út tímarit nefndarinnar, Peningamál. Í tilkynningu um útgáfu ágústheftis Peningamála segir að 4% hagvexti sé spáð á næsta ári, sem sé 0,9% meiri hagvöxtur en spáð var í maí.

„Efna­hags­horf­ur hafa batnað frá fyrri spá bank­ans. Sam­kvæmt nýrri þjóðhags­spá Seðlabank­ans sem birt er í ág­ústhefti Pen­inga­mála eru horf­ur á 4% hag­vexti í ár sem er 0,9 pró­sent­um meiri vöxt­ur en spáð var í maí. Veg­ur þar þungt ör­ari fjölg­un ferðamanna í sum­ar en gert var ráð fyr­ir. At­vinnu­leysi hef­ur hjaðnað meira en spáð var þótt það sé enn mikið og slak­inn í þjóðarbú­skapn­um minnkað hraðar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Einnig gætu áhrif tíma­bund­inna fram­boðstrufl­ana er­lend­is varað leng­ur en áður var talið. Þær hafa hækkað kostnað við að fram­leiða og dreifa vör­um um all­an heim.

„Verðbólga mæld­ist 4,4% á öðrum fjórðungi árs­ins en var 4,3% í júlí. Al­menn­ur verðbólguþrýst­ing­ur virðist fara minnk­andi, einkum ef litið er til und­ir­liggj­andi verðbólgu, þótt hann sé enn nokk­ur. Svo virðist sem hækk­un verðbólgu­vænt­inga fyrr á ár­inu sé að ganga til baka. Sam­kvæmt spá Seðlabank­ans eru þó horf­ur á að verðbólga hjaðni lít­il­lega hæg­ar en gert var ráð fyr­ir í maí. Talið er að hún hald­ist yfir 4% út árið en verði kom­in í mark­mið á seinni hluta næsta árs,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK