Sú önnur dýpsta í sögunni

mbl.is/Kristinn Magnússon

Samdráttur landsframleiðslu í kórónukreppunni er sá annar mesti síðan samræmdar mælingar hófust árið 1945. Reyndist kreppan dýpri en þegar síldin fór árið 1968.

Þetta má lesa úr bráðabirgðatölum Hagstofunnar um hagvöxtinn.

Gunnar Axel Axelsson, deildarstjóri í þjóðhagsreikningum og opinberum fjármálum hjá Hagstofunni, segir það einkenna kórónukreppuna hversu snarpur samdrátturinn er frá upphafi faraldursins í mars í fyrra. Sömuleiðis hvað samdrátturinn gangi hratt til baka.

Niðursveifla án fordæma

„Áhrifin af svona heimsfaraldri eru um margt ólík því sem við eigum að venjast í hagsögunni þegar samdráttur verður af öðrum orsökum. Því eru ekki til tímabil sem eru sambærileg frá því að gerð þjóðhagsreikninga hófst í heiminum um miðja síðustu öld,“ segir Gunnar Axel.

Samkvæmt áætlun Hagstofunnar var 7,3% hagvöxtur á öðrum fjórðungi í ár. Sú áætlun vekur athygli en Seðlabankinn áætlar í nýjum Peningamálum að landsframleiðslan hafi þá aukist um 11% milli ára.

Má í þessu efni rifja upp að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri rökstuddi hækkun vaxta í síðustu viku meðal annars með því að kæla þyrfti hagkerfið.

Eins og rakið er í ViðskiptaMogganum var samdrátturinn mestur á öðrum og þriðja fjórðungi í fyrra en síðan hefur leiðin legið upp á við.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK