Fljúga á ný til Grænlands

Flugvél Icelandair lenti í Kulusuk í gær.
Flugvél Icelandair lenti í Kulusuk í gær. Ljósmynd/Icelandair

Icelandair hefur á ný hafið flug til Kulusuk á austurströnd Grænlands en fyrsta flug félagsins frá því í mars 2020 lenti þar í gær. Flogið verður frá Reykjavíkurflugvelli tvisvar í viku til að byrja með, á miðvikudögum og laugardögum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Vegna heimsfaraldursins hafa grænlensk yfirvöld takmarkað flug til landsins og hefur Icelandair því aðeins getað boðið upp á eitt flug í viku til Nuuk. Nú mun félagið bjóða fjögur flug á viku til Grænlands, tvö til Kulusuk og tvö til Nuuk.

Skiptir miklu máli

Stefnt er að því að bæta við fleiri áfangastöðum á Grænlandi vorið 2021. Flug frá Reykjavík til Kulusuk skiptir samfélagið á austurströnd Grænlands miklu máli og hafa hagsmunaaðilar á svæðinu kallað eftir því að hefja flugið á ný.

„Það er ánægjulegt að geta aukið tíðni til Grænlands og geta opnað þessa vinsælu leið Reykjavík-Kulusuk á ný. Grænlensk yfirvöld hafa í gegnum heimsfaraldurinn takmarkað flug til landsins en við höfum fundið fyrir þó nokkurri eftirspurn eftir auknu flugi þangað. Í gegnum árin höfum við haldið uppi góðum tengingum á milli Íslands og austurstrandar Grænlands sem hafa skipt miklu máli fyrir ferðaþjónustu, atvinnulíf, vöruflutninga og almenn lífsgæði á svæðinu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í fréttatilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK