Bjarni birtir skýrslu um yfirtöku á SpKef

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra. mbl.is/Unnur Karen

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur birt skýrslu um yfirtöku á SpKef sparisjóði, samkvæmt beiðni Birgis Þórarinssonar o.fl. Í skýrslunni er fjallað um eiginfjár- og lausafjárstöðu Sparisjóðsins í Keflavík þar til Fjármálaeftirlitið tók ákvörðun um að ráðstafa eignum og skuldum hans til SpKef sparisjóðs.

Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu, að skýrslan greini einnig frá tveimur verðmötum á bókfærðu virði 200 stærstu lána SpKef sparisjóðs til fyrirtækja í ákveðnum atvinnugreinum. Þá svari skýrslan spurningu um eftirlit ríkissjóðs á ráðstöfun Landsbankans á yfirteknum lánum og hvort höfuðstóll ríkisskuldabréfs sem gefið var út til bankans fyrir mismun eigna og skulda sparisjóðsins hafi tekið breytingum sem endurspegla endurheimt yfirtekinna lána.

Skýrslan er ein af átta skýrslum sem Alþingi hafði samþykkt og ráðherrar voru fallnir á tíma með að skila um síðustu mánaðamót.

Hafnað á grundvelli trúnaðar og þagnarskyldu

Tekið er fram, að ekki hafi reynst unnt að svara öllum þáttum skýrslubeiðninnar, m.a. vegna þess að umleitunum ráðuneytisins eftir gögnum sem nauðsynleg voru til að svara þeim hafi verið hafnað á grundvelli trúnaðar og þagnarskyldu.

Eins og greint hefur verið frá í fréttum, þá tók Spkef yfir eignir og innlán Sparisjóðsins í Keflavík 22. apríl 2010. Tók Fjármálaeftirlitið yfir vald stofnfjárhafafundar og skipaði í framhaldinu skilanefnd yfir sparisjóðnum. Við það þurfti ríkissjóður að leggja fram 900 milljónir í stofnfé og svo 20 milljarða þegar SpKef var sameinaður Landsbankanum 2011.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, var fjármálaráðherra þegar Spkef var stofnaður. Hann sagði á sínum tíma að margt hefði mátt betur fara.

Hér má kynna sér efni skýrslunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka