Netárás á kerfi SaltPay

Reynir Grétarsson, forstjóri SaltPay.
Reynir Grétarsson, forstjóri SaltPay. Ljósmynd/Aðsend

Kerfi Saltpay varð fyrir netárás síðdegis í dag. Hún olli miklum truflunum á þjónustu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SaltPay. 

Þetta var svokölluð DDoS-áras, sem þýðir að tímabundið fær netkerfi fyrirtækisins gríðarlegan fjölda beiðna úr ólíkum áttum. 

Búist er við því að full þjónusta fyrirtækisins verði nothæf í kvöld. SaltPay biður viðskiptavinir sína velvirðingar á þessum truflunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka