Landsbankinn neitar að upplýsa Alþingi um SpKef

Tæpra sex milljarða króna munur á kröfu Landsbankans og mati …
Tæpra sex milljarða króna munur á kröfu Landsbankans og mati úrskurðarnefndar um leiðréttingu á mati lánasafns 400 stærstu skuldara SpKef. mbl.is/Kristinn

Landsbankinn hefur hafnað beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins um afhendingu gagna sem varpað geti ljósi á endanleg áhrif yfirtöku SpKef á efnahag bankans. Vísar bankinn til þess að um þau gögn ríki trúnaður þar sem þau tengist viðskiptamálefnum viðskiptavina hans og að þagnarskylda hvíli á bankanum lögum samkvæmt. „Ekki væri fyrir hendi lagaheimild fyrir bankann að afhenda ráðuneytinu þessi gögn og skipti ekki máli í þessu samhengi að ekki væri um að ræða beiðni um afhendingu persónuupplýsinga,“ segir í skýrslu ráðuneytisins.

Þetta kemur fram í skýrslu sem ráðuneytið hefur birt á heimasíðu sinni en í henni er að finna svör við fyrirspurnum sem Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, og fleiri, lögðu fyrir fjármálaráðherra þann 27. apríl síðastliðinn. Með beiðninni vildu þingmennirnir varpa ljósi á „forsendur og afleiðingar af samningi ríkisins um yfirtöku Landsbankans á rekstri, eignum og skuldbindingum SpKef sparisjóðs með ríkisábyrgð“.

Forsaga málsins er sú að þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hafði forgöngu um það um mitt ár 2010 að stofnaður yrði nýr sparisjóður SpKef sparisjóður á rústum Sparisjóðs Keflavíkur sem ratað hafði í miklar ógöngur. Var þá svipaðri aðferðafræði beitt og þegar nýir bankar voru reistir á grunni hinna föllnu í árslok 2008. Áttu þá eignir þær sem fylgdu inn í hinn nýja sjóð að nægja fyrir skuldbindingum hans. Fljótlega kom þó á daginn að svo var ekki og rataði nýreistur sjóðurinn því í meiri háttar ógöngur. Var að lokum leist úr klemmunni með því að Landsbankinn tók SpKef yfir með samningi við ríkið sem neyddist til að láta ríflegan heimanmund fylgja sköpunarverki sínu frá árinu 2010.

Sagði Steingrímur J. í skýrslutökum hjá rannsóknarnefnd Alþingis að getgátur hefðu verið uppi um að eigið fé væri orðið lítið sem ekkert þegar sparisjóðurinn var tekinn yfir „en þó ekki verra en það“.

Þegar uppi var staðið gaf ríkissjóður út skuldabréf, RIKH 18, upp á 19,2 milljarða og var sú fjárhæð ákvörðuð af sérstakri úrskurðarnefnd sem skipuð var í tengslum við ágreining um yfirfærsluna. Ofan á þessa fjárhæð þurfti ríkið svo, samkvæmt mati árið 2012 að greiða sex milljarða í vexti af bréfinu og næmi kostnaður við yfirtöku sparisjóðsins þá 25 milljörðum króna.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK