Landsbankinn neitar að upplýsa Alþingi um SpKef

Tæpra sex milljarða króna munur á kröfu Landsbankans og mati …
Tæpra sex milljarða króna munur á kröfu Landsbankans og mati úrskurðarnefndar um leiðréttingu á mati lánasafns 400 stærstu skuldara SpKef. mbl.is/Kristinn

Lands­bank­inn hef­ur hafnað beiðni fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins um af­hend­ingu gagna sem varpað geti ljósi á end­an­leg áhrif yf­ir­töku SpKef á efna­hag bank­ans. Vís­ar bank­inn til þess að um þau gögn ríki trúnaður þar sem þau teng­ist viðskipta­mál­efn­um viðskipta­vina hans og að þagn­ar­skylda hvíli á bank­an­um lög­um sam­kvæmt. „Ekki væri fyr­ir hendi laga­heim­ild fyr­ir bank­ann að af­henda ráðuneyt­inu þessi gögn og skipti ekki máli í þessu sam­hengi að ekki væri um að ræða beiðni um af­hend­ingu per­sónu­upp­lýs­inga,“ seg­ir í skýrslu ráðuneyt­is­ins.

Þetta kem­ur fram í skýrslu sem ráðuneytið hef­ur birt á heimasíðu sinni en í henni er að finna svör við fyr­ir­spurn­um sem Birg­ir Þór­ar­ins­son, þingmaður Miðflokks­ins, og fleiri, lögðu fyr­ir fjár­málaráðherra þann 27. apríl síðastliðinn. Með beiðninni vildu þing­menn­irn­ir varpa ljósi á „for­send­ur og af­leiðing­ar af samn­ingi rík­is­ins um yf­ir­töku Lands­bank­ans á rekstri, eign­um og skuld­bind­ing­um SpKef spari­sjóðs með rík­is­ábyrgð“.

For­saga máls­ins er sú að þáver­andi fjár­málaráðherra, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, hafði for­göngu um það um mitt ár 2010 að stofnaður yrði nýr spari­sjóður SpKef spari­sjóður á rúst­um Spari­sjóðs Kefla­vík­ur sem ratað hafði í mikl­ar ógöng­ur. Var þá svipaðri aðferðafræði beitt og þegar nýir bank­ar voru reist­ir á grunni hinna föllnu í árs­lok 2008. Áttu þá eign­ir þær sem fylgdu inn í hinn nýja sjóð að nægja fyr­ir skuld­bind­ing­um hans. Fljót­lega kom þó á dag­inn að svo var ekki og rataði nýreist­ur sjóður­inn því í meiri hátt­ar ógöng­ur. Var að lok­um leist úr klemm­unni með því að Lands­bank­inn tók SpKef yfir með samn­ingi við ríkið sem neydd­ist til að láta ríf­leg­an heim­an­mund fylgja sköp­un­ar­verki sínu frá ár­inu 2010.

Sagði Stein­grím­ur J. í skýrslu­tök­um hjá rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is að get­gát­ur hefðu verið uppi um að eigið fé væri orðið lítið sem ekk­ert þegar spari­sjóður­inn var tek­inn yfir „en þó ekki verra en það“.

Þegar uppi var staðið gaf rík­is­sjóður út skulda­bréf, RIKH 18, upp á 19,2 millj­arða og var sú fjár­hæð ákvörðuð af sér­stakri úr­sk­urðar­nefnd sem skipuð var í tengsl­um við ágrein­ing um yf­ir­færsl­una. Ofan á þessa fjár­hæð þurfti ríkið svo, sam­kvæmt mati árið 2012 að greiða sex millj­arða í vexti af bréf­inu og næmi kostnaður við yf­ir­töku spari­sjóðsins þá 25 millj­örðum króna.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK