Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að ef rétt reynist séu kaup lífeyrissjóða á hlut í Bláa lóninu mikil viðurkenning fyrir félagið. Samkvæmt frétt á vef Vísis hefur Sigurður Arngrímsson fjárfestir selt allan hlut sinn í Bláa lóninu fyrir tæpa fjóra milljarða. Ekki náðist í Sigurð vegna málsins og kvaðst Grímur ekki geta staðfest kaupin. Hann hefði ekki fengið neinar upplýsingar á sitt borð um viðskiptin.
Inntur viðbragða við þessum fréttum, og sölu Helga Magnússonar á hlut sínum í Bláa lóninu, sagði Grímur það „mikla traustsyfirlýsingu og viðurkenningu fyrir félagið, hluthafa þess og stjórnendur að þessir virtu fjárfestar væru að fjárfesta í félaginu. Annars vegar einkaaðilar eins og Stoðir og hins vegar lífeyrissjóðirnir sem menn þekki „af því að vera mjög vandvirkir í sínum fjárfestingum“. Skv. Vísi er Bláa lónið metið á 61 ma.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.