Einnig ráðist á Íslandsbanka

Íslandsbanki var eitt fjögurra fórnarlamba netárásanna í gær. Þetta staðfestir Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka, í samtali við mbl.is.

„Það er ekki nýtt af nálinni að gerðar séu svona árásir á svona kerfi, nánast alls staðar þar sem tölvukerfi eru þá er reglulega verið að reyna að komast í gegn. Hluti af því sem gerist við þetta eru að það eru sjálfvirkar lokanir sem eiga að fyrirbyggja það að fólk missi peninga,“ segir Björn.

„Það sem við gerum að sjálfsögðu alltaf eftir svona er að það er farið yfir algjörlega frá A til Ö í smáatriðum hvernig þetta fór allt fram og ef það er brotalöm þá er ráðist beint í að laga það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK