Álverð hefur ekki verið hærra síðan árið 2008 þar sem framboð á málminum hefur dregist saman eftir valdarán í Gíneu sem er auðugt af málmgrýtinu báxíti sem flest ál er unnið upp úr. Verðið stendur nú í þrjúþúsund dollurum fyrir tonnið en meðalverð þess voru 1727 dalir í fyrra.
Á meðan hagkerfi veraldar hafa verið að rétta úr kútnum hefur álverð aukist eins og verð annarrar hrávöru. Greinandi Commerzbank segir framboðsvanda á álmarkaðnum orsaka hækkunina.
Annað sem veldur þessum miklu verðhækkunum er hærra raforkuverð í Kína sem hefur minnkað framleiðslugetu álvera þar í landi.