Uber tapar öðru máli í Evrópu

Uber hefur nú tapað málum bæði í Bretlandi og Hollandi …
Uber hefur nú tapað málum bæði í Bretlandi og Hollandi þar sem stéttarfélög hafa farið fram á að fyrirtækið geri ráðningasamninga við bílstjóra og að þeir njóti réttinda og skylda eins og hefðbundnir starfsmenn. AFP

Leigubílaþjónustan Uber tapaði í dag mikilvægu dómsmáli í Hollandi þar sem dómstóllinn féllst á kröfur stéttarfélags um að bílstjórar Uber væru starfsmenn fyrirtækisins og þar með samningsbundnir fyrirtækinu með réttindum og skyldum sem það fæli í sér. Þar með eiga bílstjórarnir rétt á lágmarkslaunum, kaffihléum og öðrum slíkum samningsbundnum réttindum.

Dómurinn kemur í kjölfarið á nokkurra mánaða gömlum sambærilegum dómi sem féll í Bretlandi, en þessir dómar eru taldir afar þýðingarmiklir fyrir viðskiptamódel Uber. Í Bretlandi, eftir dóminn, samþykkti Uber í fyrsta skipti að gera ráðningasamninga við bílstjórana.

Í niðurstöðu hollenska dómsins er komist að sömu niðurstöðu og í Bretlandi og vísað til þess að samband Uber og bílstjóranna beri með sér öll einkenni hefðbundins ráðningasamkomulags. Uber hefur hins vegar sagt að fyrirtækið útvegi einungis þjónustu sem bjóði bílstjórunum að finna og para sig við viðskiptavini. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu í kjölfar dómsins segir að niðurstaðan sé vonbrigði og að meirihluti bílstjóranna vilji vera sjálfstæðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK