Skúli boðar uppbyggingu

Drög að búningsklefum og laugarsvæðinu. Gríma Thorarensen fer með heildarhönnun …
Drög að búningsklefum og laugarsvæðinu. Gríma Thorarensen fer með heildarhönnun svæðisins.

Skúli Mo­gensen at­hafnamaður seg­ir tekj­ur af sölu lóða verða nýtt­ar til frek­ari upp­bygg­ing­ar á þjón­ustu við sjó­böðin í Hvamms­vík.

Lóðirn­ar voru aug­lýst­ar með miðopnu­aug­lýs­ingu í Morg­un­blaðinu laug­ar­dag­inn 4. sept­em­ber og á mánu­deg­in­um, 6. sept­em­ber, sagði Viðskipta­blaðið frá því að all­ar hefðu lóðirn­ar 30 selst upp sam­stund­is.

Verðið var frá sex og upp í tutt­ugu millj­ón­ir og heim­ilt verður að reisa allt að 300 fer­metra hús. Hef­ur lóðasal­an því skilað hundruðum millj­óna.

Skúli seg­ir marga hönnuði koma að upp­bygg­ing­unni í Hvamms­vík.

Gríma í hönn­un­art­eym­inu

„Við höf­um unnið skipu­lags­mál­in með Land­mót­un og THG arki­tekt­ar hafa verið ráðgjaf­ar okk­ar hvað varðar frí­stunda­byggðina, ásamt Grímu Björg Thor­ar­en­sen sem hef­ur að mestu komið að heild­ar­hönn­un­inni í Hvamms­vík. Jafn­framt hafa DAP-arki­tekt­ar unnið með okk­ur í hönn­un sjó­baðanna og þjón­ustu­húss­ins sem er að rísa þar,“ seg­ir Skúli.

Yfirlitsmynd af fyrirhugaðri byggð í Hvammsvík. Reisa má allt að …
Yf­ir­lits­mynd af fyr­ir­hugaðri byggð í Hvamms­vík. Reisa má allt að 300 fer­metra heils­árs­hús.

Spurður hvaða fé­lag fari með sölu lóðanna vís­ar Skúli á fé­lagið Flúðir en það er í eigu for­eldra hans.

„Eins og hef­ur komið fram er Flúðir ehf. eig­andi jarðar­inn­ar og selj­andi lóðanna. Það var frá­bært að sjá hversu mik­ill áhugi er á svæðinu og mun góð sala gera okk­ur kleift að fjár­festa enn meira í frek­ari upp­bygg­ingu á svæðinu sem mun svo aft­ur styðja við frí­stunda­byggðina,“ sagði Skúli sem hyggst ekki tjá sig frek­ar held­ur láta verk­in tala.

Remax annaðist sölu lóðanna.

Horft til norðausturs úr víkinni í Hvammsvík. Þangað mun heitt …
Horft til norðaust­urs úr vík­inni í Hvamms­vík. Þangað mun heitt vatn renna í laug­ar.

Gunn­ar Sverr­ir Harðar­son, lög­gilt­ur fast­eigna­sali hjá Remax, seg­ir að staðsetn­ing­in í Hvamms­vík sé mjög góð enda sé erfitt að finna lóðir með aðgangi að sjó þar sem hægt er að byggja beint fyr­ir fram­an nátt­úruperlurn­ar.

Skúli eignaðist Hvamms­vík 2011 en heitt vatn er meðal hlunn­inda.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK