Lucinity vaxtarsproti ársins

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Lucinity.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Lucinity. Ljósmynd/Aðsend

Upp­lýs­inga­tæknifyr­ir­tækið Luc­inity, sem fram­leiðir gervi­greind­ar­hug­búnað sem hjálp­ar fyr­ir­tækj­um að berj­ast gegn pen­ingaþvætti, var valið vaxt­ar­sproti árs­ins (e. Nordic Sca­leup of the Year) á fjár­tækni­viku Kaup­manna­hafn­ar (CPH Fin­tech Week) í síðustu viku.

Fjár­tækni­vik­an er hald­in á ári hverju af CPH Fin­tech sem er að sögn Guðmund­ar Kristjáns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Luc­inity, einn sterk­asti ný­sköp­un­ar­klasi Norður­landa.

Luc­inity atti kappi við tíu önn­ur nor­ræn sprota­fyr­ir­tæki, en þrjú voru val­in úr hópn­um til að kynna starf­semi sína nán­ar fyr­ir dóm­nefnd.

„Það sem var hvað merki­leg­ast við þessa verðlauna­hátíð var dóm­nefnd­in. Hún var skipuð full­trú­um frá Citi­bank, eins stærsta banka í heimi, end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­inu Ernst & Young, Klarna, eins stærsta fjár­tækn­isprota Norður­landa, og Lun­ar, stærsta nýja bank­ans á Norður­lönd­um,“ seg­ir Guðmund­ur.

Auk­inn trú­verðug­leiki

Spurður um þýðingu verðlaun­anna seg­ir Guðmund­ur þau mik­il­væg upp á auk­inn trú­verðug­leika á markaðnum. „Einnig skipta þau máli til að sýna fjár­fest­um Luc­inity að mögu­leg­ir kaup­end­ur að okk­ar vör­um og þjón­ustu séu spennt­ir fyr­ir því sem við erum að gera.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK