Lucinity vaxtarsproti ársins

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Lucinity.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Lucinity. Ljósmynd/Aðsend

Upplýsingatæknifyrirtækið Lucinity, sem framleiðir gervigreindarhugbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að berjast gegn peningaþvætti, var valið vaxtarsproti ársins (e. Nordic Scaleup of the Year) á fjártækniviku Kaupmannahafnar (CPH Fintech Week) í síðustu viku.

Fjártæknivikan er haldin á ári hverju af CPH Fintech sem er að sögn Guðmundar Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Lucinity, einn sterkasti nýsköpunarklasi Norðurlanda.

Lucinity atti kappi við tíu önnur norræn sprotafyrirtæki, en þrjú voru valin úr hópnum til að kynna starfsemi sína nánar fyrir dómnefnd.

„Það sem var hvað merkilegast við þessa verðlaunahátíð var dómnefndin. Hún var skipuð fulltrúum frá Citibank, eins stærsta banka í heimi, endurskoðunarfyrirtækinu Ernst & Young, Klarna, eins stærsta fjártæknisprota Norðurlanda, og Lunar, stærsta nýja bankans á Norðurlöndum,“ segir Guðmundur.

Aukinn trúverðugleiki

Spurður um þýðingu verðlaunanna segir Guðmundur þau mikilvæg upp á aukinn trúverðugleika á markaðnum. „Einnig skipta þau máli til að sýna fjárfestum Lucinity að mögulegir kaupendur að okkar vörum og þjónustu séu spenntir fyrir því sem við erum að gera.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK