Jens hættir hjá Icelandair

Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.
Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Ljósmynd/Icelandair

Jens Þórðar­son, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs Icelanda­ir, hefur sagt starfi sínu lausu hjá félaginu, en hann heftur gegnt því frá því í janúar 2018. Áður hafði hann verið fram­kvæmda­stjóri ITS, Tækniþjón­ustu Icelanda­ir, frá árinu 2011, en Jens hóf störf hjá Icelandair árið 2006.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að Jens muni áfram sinna starfi framkvæmdastjóra næstu vikurnar og aðstoða við ráðningu og að koma nýjum framkvæmdastjóra rekstrarsviðs inn í málin.

Haft er eftir Jens í tilkynningunni að hann ætli sér nú að breyta um stefnu og leita tækifæra á nýjum vettvangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK