Mikill titringur var á hlutabréfamörkuðum í gær, hér og erlendis. Lækkaði úrvalsvísitalan um 2,98%.
Tryggvi Páll Hreinsson, sjóðsstjóri erlendra hlutabréfasjóða hjá Stefni, segir ástæðuna yfirvofandi gjaldþrot kínverska fasteignaþróunarfélagsins Evergrande. „Félagið hefur stefnt í gjaldþrot síðasta mánuðinn. Skuldabréf þess á erlendum mörkuðum skipta nú um hendur á 25 sent á hvern dollara. Félagið á að standa skil á vaxtagreiðslu á skuldabréfum hinn 23. september nk. sem ólíklegt er að það geti innt af hendi,“ segir Tryggvi.
Hér heima er óvissa í ríkisfjármálum. Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun er gert ráð fyrir að vaxtagjöld A-hluta ríkissjóðs Íslands næstu fimm ár verði samtals um 397 milljarðar króna. Nýverið gaf fjármálaráðuneytið út skýrslu um mat á efnahagsaðgerðum vegna faraldursins.