Auglýsing fyrir iPhone tekin á Langjökli

Mikil leynd hvíldi yfir komu erlends kvikmyndatökuliðs hingað til lands í síðasta mánuði. Tökuliðið vann að gerð stórrar kynningarmyndar fyrir hinn nýja iPhone 13 sem kemur í sölu í dag, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Margir bíða spenntir eftir nýja iPhone-símanum, ekki síst Pro-útgáfu hans sem hefur að geyma einstaka eiginleika við myndatökur ef marka má kynningarefnið. Apple-fyrirtækið vildi sýna að iPhone 13 Pro gæti nýst við kvikmyndatökur á erfiðustu stöðum og því var horft hingað til lands.

Um er að ræða 2:40 mínútna langa kynningarmynd um iPhone 13 Pro sem tekin var bæði hér á landi og í myndveri í Los Angeles. Myndin hefur þegar fengið rúmlega 17 milljónir áhorfa á Youtube.

Tökur fóru fram á Langjökli um miðjan ágústmánuð, í „vitlausu veðri“ eins og einn viðmælandi Morgunblaðsins orðaði það. Tökudagar voru fjórir og yfir eitt hundrað manns voru í tökuliðinu. Þar af komu um 20 manns að utan en um 90 Íslendingar voru á tökustað þegar mest lét.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK