Mannleg færni í starfi mikilvæg

Miklar breytingar hafa orðið á störfum fólks í kjölfar stafrænnar umbreytingar í atvinnulífinu. Sum störf eru að hverfa, önnur að breytast og enn önnur að verða til. Samhliða þessari þróun hefur vægi mismunandi færniþátta og faglegrar kunnáttu á atvinnumarkaðinum breyst og mun halda áfram að breytast.

Þegar kemur að auknum lífsgæðum og atvinnumöguleikum fólks í framtíðinni er sambland af fag- og tækniþekkingu og svokölluðum „mjúkum færniþáttum“ vænlegast til vinnings, að því er segir í nýrri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey. Skýrslan byggist á niðurstöðum rannsóknar þar sem 18.000 manns í 15 löndum svöruðu stöðluðum spurningalista, þar sem þeir voru beðnir að meta eigin frammistöðu í einstaka færniþáttum.

Reynum ekki að verða vélar

Sævar Kristinsson, annar forsvarsmanna Framtíðarseturs Íslands, segir það „alveg ljóst“ að fjöldi starfa muni hverfa á næstu árum samhliða aukinni notkun sjálfvirkni og gervigreindar í atvinnulífinu.

Sævar Kristinsson, annar forsvarsmanna Framtíðarseturs Íslands.
Sævar Kristinsson, annar forsvarsmanna Framtíðarseturs Íslands. mbl.is

„Það eru störf sem fela í sér miklar endurtekningar, störf þar sem vélar og forrit geta auðveldlega leyst okkur af hólmi. Ágætis dæmi væru ýmis framleiðslustörf, störf sem fela í sér að taka á móti stöðluðum fyrirspurnum í síma, bókarar og verslunarstarfsmenn.“

Sjálfvirkni og gervigreind í atvinnulífinu kalli á breytingar í menntakerfinu. „Menn þurfa að gæta sín á að vera ekki í samkeppni við vélar eða tölvur. Ef við ætlum að reyna að verða jafn góð og tæknin eða tölvurnar þá verðum við alltaf undir.

Við ættum heldur að einblína á þau svið þar sem við getum beitt þeirri hæfni sem gerir okkur mannleg. Þetta þýðir að við þurfum að breyta því hvernig við kennum í skólum. Það þarf að leggja meiri áherslu á að kenna bæði börnum og fullorðnum að nýta tilfinningagreind sér til framdráttar í lífinu, því það er það sem við höfum fram yfir tölvurnar,“ segir Sævar.

Lestu ítarlega umfjöllun í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK