Sveiflujöfnun gæti breyst í sveifluauka

Opinber fjárfesting nam 3,7% af vergri landsframleiðslu í fyrra.
Opinber fjárfesting nam 3,7% af vergri landsframleiðslu í fyrra. Ómar Óskarsson

Opinber fjárfesting hefur ekki aukist jafn mikið og boðað var þegar á árinu 2019, áður en kórónuveirufaraldurinn skall á, en síðan var meiri aukning boðuð. Það gæti aftur þýtt að opinber fjárfesting verði sveifluaukandi, en ekki sveiflujafnandi, þegar hún loks fer af stað.

Þetta er mat Ara Skúlasonar, hagfræðings hjá Landsbankanum.

Slakinn skapað tækifæri

Nú hafi verið slaki í hagkerfinu vegna kórónukreppunnar. Það hefði aftur skapað tækifæri fyrir ríkið til að afla hagstæðra tilboða í opinberar framkvæmdir, á borð við vegagerð.

Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum.
Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbankanum.

Með því að framkvæmdum sé slegið á frest aukist líkur á að útboðin fari fram þegar atvinnuvegafjárfesting hefur tekið við sér á ný. Það kunni aftur að hafa í för með sér að ríkið fái ekki jafn hagstæð tilboð í opinberar framkvæmdir, sem aftur kunni að smitast í verðbólgu.

Ari bendir á að opinber fjárfesting hafi einungis numið 3,7% af vergri landsframleiðslu í fyrra, en hún hafi að meðaltali verið um 3,9% af VLF frá árinu 2001. Miðað við fyrstu tölur frá Hagstofunni stefni þó í að hún verði eitthvað meiri á þessu ári.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK