Seðlabanki Kína sendi út tilkynningu morgun um að öll viðskipti með rafmynt séu ólögleg.
Verð á bitcoin á heimsmarkaði hefur verið óstöðugt undanfarið ár, að hluta til vegna reglugerða í Kína, sem hafa verið settar til að koma í veg fyrir spákaupmennsku og peningaþvætti.
Verð á bitcoin féll um 6% í morgun áður en það rétti sig aðeins af og fór í 5,5%.
„Viðskipti með sýndar-gjaldmiðil eru ólögleg,” sagði seðlabankinn í yfirlýsingu á netinu. Þar kom einnig fram að lögreglurannsókn fari fram ef menn gerast sekir um slík viðskipti.