Play auglýsir 150 ný störf

Starfsmenn Play í einkennisfatnað félagsins sem er lýst sem „þægilegum …
Starfsmenn Play í einkennisfatnað félagsins sem er lýst sem „þægilegum og nútímalegum“. Play

Flugfélagið Play hefur auglýst eftir umsækjendum í fjölda nýrra starfa fyrir komandi vor og sumar. Störfin eru bæði hugsuð sem sumarstörf og til lengri tíma. Félagið er á höttunum eftir 50 flugmönnum en 100 flugfreyjum og -þjónum. 

„PLAY leitar nú að um hundrað flugliðum til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Jafnframt stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. Um er að ræða stærstu ráðningu félagsins í einu vetfangi en með þessu tvöfaldast fjöldi starfsmanna PLAY,“ segir í tilkynningu Play. 

Sjö vélar til viðbótar á áætlun

Play mun taka þrjár nýjar flugvélar í notkun næsta vor og þarf því að bæta í mannaflann: 

„Áætlanir PLAY hafa verið varfærnar við ríkjandi aðstæður en skýr hraustleikamerki í ferðaþjónustunni auk breytinga á sóttvarnaráðstöfunum gera það að verkum að nú er tímabært að fara að manna vélarnar fyrir næsta sumar. Ég er vægast sagt spenntur að fá nýtt fólk í liðið okkar og við erum stolt af því að við séum að skapa öll þessi nýju störf,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK