Sjálfsafgreiðslan er snjöll framtíð

Ásta Sigríður Fjeldsted og Hörður Már Jónsson í verslun Krónunnar …
Ásta Sigríður Fjeldsted og Hörður Már Jónsson í verslun Krónunnar í Lindum í Kópavogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Strikamerki eru skönnuð með símanum í gegnum snjallforrit Krónunnar og varan svo sett beint ofan í poka eða innkaupakörfuna. Fyrir búðarferð er mögulegt að setja upp stafrænan innkaupalista, það er þegar komið er í búðina er gengið að öllu vísu.

Þegar kemur að afgreiðslu í lok búðarferðar sést í símanum samantekt á innkaupunum og hvað greiða skuli. Áður en smáforritið er tekið í notkun hefur viðskiptavinurinn einkennt sig með rafrænum skilríkjum og upplýsingum um greiðslukort – og þannig smellur allt í gegn.

„Þetta er algjörlega ný upplifun fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. Hún kynnti þessa nýju verslunarhætti ásamt starfsfólki í verslun fyrirtækisins í Lindum í Kópvogi í gær. Lausnin sem Krónan býður nú er kölluð Skannað og skundað. Viðskiptavinir hlaða snjallforritinu Snjallverslun Krónunar í símann og skanna inn strikamerki varanna í gegnum myndavél símans. Ítarlegar upplýsingar má finna um hverja vöru sem skönnuð er inn, ásamt mynd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK