Mikil uppbygging er fram undan í kvikmyndaþorpinu sem rís í Gufunesi. Fyrirtækið GN Studios, sem er í eigu Baltasars Kormáks kvikmyndaleikstjóra, hyggst auka starfsemi sína þar og bæta við kvikmyndaveri. Eru viðræður þess efnis hafnar við borgina. Heildarkostnaður við þá uppbyggingu er áætlaður 1,3 milljarðar króna.
Þá hefur borgarráð samþykkt að ræða við Truenorth, Pegasus, Sagafilm og Þorpið-Vistfélag um lóðir undir kvikmyndatengda starfsemi í Gufunesi. Þar er reiknað með um tveggja milljarða króna fjárfestingu, m.a. í stóru stúdíói.