5,9 milljarða endurgreiðslur vegna Allir vinna

Hilmar Harðarson.
Hilmar Harðarson. Ljósmynd/Aðsend

Endurgreiðslur vegna átaksins Allir vinna nema tæplega 5,9 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins.

„Heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda og endurbóta var hækkuð úr 60% í 100% til að bregðast við niðursveiflu í kjölfar heimsfaraldursins. Samiðn hefur lagt mikla áherslu á þetta átak Allir vinna enda er afar mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og stuðla að því að skila mikilvægum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins," segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, Sambands iðnfélaga, í tilkynningu.

Samkvæmt upplýsingum frá Skattinum skiptast endurgreiðslurnar á fyrstu átta mánuðum ársins þannig að 2,1 milljarður var endurgreiddur vegna endurbóta og viðhalds á íbúðarhúsnæði, 122 milljónir vegna bifreiðaviðgerða, 798 milljónir vegna nýbyggingar á íbúðarhúsnæði og endurgreiðsla til byggingaraðila nam 2,9 milljörðum króna. Alls nema endurgreiðslur það sem af er árinu 2021 nú þegar tæplega 5,9 milljörðum.

Vegna ársins 2021 hafa þegar verið afgreiddar um 23.000 endurgreiðslubeiðnir en alls hafa borist rúmlega 45.000 endurgreiðslubeiðnir, að því er segir í tilkynningunni. Því á enn eftir að afgreiða um helming endurgreiðslubeiðna. Samtals hafa borist jafn margar endurgreiðslubeiðnir nú á fyrstu átta mánuðum ársins og fyrir allt árið í fyrra.

Vilja sjá átakið halda áfram

„Það er augljóslega tækifæri fyrir ríki og sveitarfélög nú að nýta sér umrædda endurgreiðslu á virðisaukaskatti hefur í för með sér. Við hjá Samiðn skorum á stjórnvöld að átakið Allir vinna haldi áfram,” segir Hilmar.

„Samiðn sendi nýverið skriflegar spurningar til þeirra stjórnmálaflokka sem buðu sig fram til þings um stefnu þeirra í málum sem snúa að iðnaðarsamfélaginu og ein af spurningum var um hvort ekki væri æskilegt að framlengja átakið Allir vinna. Allir flokkarnir fögnuðu átakinu og vilja sjá það halda áfram þannig að ég ekki von á öðru en svo verði því það er til hagsbóta fyrir alla landsmenn,“ bætir hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK