Bandaríski tæknirisinn Cisco hefur veitt Vitvélastofnun Íslands styrk sem mun fjármagna um það bil tveggja ára starf við þróun nýrrar tegundar af gervigreind.
Kristinn R. Þórisson segir þá tækni sem Vitvélastofnun hefur smíðað hafa þá sérstöðu að geta skilið eigin hugsunarhátt og geta útskýrt hvernig hún lærir. Ætti íslenska gervigreindin að geta lært hraðar og haldið stöðugt áfram að bæta við þekkingu sína.