Viðskipti með hlutabréf í kínverska fasteignaþróunarfélaginu Evergrande voru stöðvuð í kauphöllinni í Hong Kong í morgun vegna væntanlegrar tilkynningar um „stór viðskipti“.
Fyrirtækið er skuldum vafið og á yfir höfði sér gjaldþrot.
Fregnir herma að fasteignafyrirtækið Hopson Development Holdings frá Hong Kong ætli að kaupa 51% hlutafjár í eignaþjónustuhluta Evergrande.
LATEST: Shares in China Evergrande and its property management unit were suspended from trading Monday, as a fresh debt test loomed for the developer underscoring broader risks that have left credit markets on edge https://t.co/bRCNjtXFHw pic.twitter.com/PIS76owjTM
— Bloomberg (@business) October 4, 2021